140. löggjafarþing — 53. fundur,  2. feb. 2012.

niðurstöður ráðherranefndar um atvinnumál.

[10:52]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég taldi mig gera eins skýrt og skilmerkilega grein fyrir stöðunni í vinnu á vegum ríkisstjórnarinnar að því er varðar atvinnumálin og ég best get. (KÞJ: Undirhópsins?) Er hv. þingmaður að tala um hópinn sem átti að fylgjast með framkvæmdinni í kjarasamningnum og eftirfylgnina í því? (KÞJ: Mótun atvinnustefnu og sköpun starfa.) Já, ég var að gera grein fyrir því. (KÞJ: Nei.) Ég var að gera grein fyrir því (KÞJ: Nei.) hverju þessi nefnd hefur skilað af sér og hvernig við höfum farið yfir þessi mál (Gripið fram í.) í ráðherranefnd um atvinnumál. Síðan hefur verið … (KÞJ: … tillögur?) Ég var að fara yfir þær með hv. þingmanni hér áðan.

(Forseti (ÁRJ): Ekki samtal við þingmann úti í sal.)

Bæði að því er varðar opinberar framkvæmdir og á einkamarkaðnum. Síðan er ákveðin eftirlitsnefnd sem í eiga sæti fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fulltrúar aðila vinnumarkaðarins sem hafa eftirlit með og fylgja eftir því sem er í kjarasamningunum, meðal annars að því er varðar atvinnumálin. Ég tel mig, virðulegi forseti, hafa gert eins skilmerkilega grein fyrir þessu (Forseti hringir.) og mér frekast er auðið.