140. löggjafarþing — 53. fundur,  2. feb. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

272. mál
[13:59]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, ég get svarað því afdráttarlaust að svo var ekki. Undir innanríkisráðuneytið heyra nú þeir málaflokkar sem áður voru á vegum sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins annars vegar og dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins hins vegar. Undir dómsmálaráðuneytið á sínum tíma heyrði Landhelgisgæslan þannig að ef eitthvað væri þá hefðu girðingar verið þar til staðar sem nú liggja niðri. Nú eru allar þessar stofnanir undir innanríkisráðuneytinu og hefur það ekki torveldað eitt eða neitt.

Í þessari umræðu hafa menn fyrst og fremst verið að skoða hvað við teljum vera þessari starfsemi fyrir bestu. Það er það sem við byggjum á og væntanlega það sem umhverfis- og samgöngunefnd mun gera í starfi sínu þegar metið verður hvað væri heppilegast fyrir þá starfsemi sem kæmi til með að heyra undir þessa nýju stofnun.