140. löggjafarþing — 53. fundur,  2. feb. 2012.

barnalög.

290. mál
[16:51]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (U) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra mjög einfaldrar spurningar varðandi þá afstöðu hans að leggja ekki til í frumvarpinu að dómarar fái heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Ég fagna áherslu ráðherrans á sátt en engu að síður fara sum mál fyrir dóm, eins og kom líka fram í máli hæstv. ráðherra. Nú langar mig að spyrja hæstv. ráðherra um afstöðu hans til eftirfarandi dæmis:

Ef dómari kemst að þeirri niðurstöðu, eftir dómsmeðferð og allar þær vitnaleiðslur sem nauðsynlegar eru og með allar upplýsingar uppi á borðum, að skynsamlegast væri að dæma sameiginlega forsjá og að það væri barni fyrir bestu, sem er leiðarminni í lögunum, af hverju má hann ekki dæma með þeim hætti?