140. löggjafarþing — 54. fundur,  3. feb. 2012.

atvinnustefna ríkisstjórnarinnar.

[14:04]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hvet hæstv. forseta til þess að vinna að því að þeirri umræðu sem mælst var til að hér yrði vikulega, verði komið á.

Hér var aðeins minnst á Framsóknarflokkinn. Saga hans tekur yfir 95 ár, glæsileg saga. En munurinn á Framsóknarflokknum og Samfylkingunni er sá (Forseti hringir.) að við könnumst við sögu okkar. Það vilja sumir hins vegar ekki gera.

(Forseti (ÞBack): Fundarstjórn forseta.)

Frú forseti. Ég kem upp til að biðja forseta að koma á þeirri umræðu sem rætt var um við forseta og það hlýtur að vera um fundarstjórn forseta, ekki satt?

(Forseti (ÞBack): En ekki saga Framsóknarflokksins.) [Hlátur í þingsal.]

Jú, hún skiptir miklu máli fyrst farið er að ræða hana hér.

Frú forseti. Það er mikilvægt að ræða atvinnumálin (Gripið fram í.) og þess vegna tek ég undir það að við þurfum að fara í þá umræðu þegar tækifæri gefst. Ég vil líka hvetja hæstv. forsætisráðherra, sem kom hér upp, til þess að fara yfir póstinn sinn því að þar liggja bréf, meðal annars frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga úti á landi, sem ekki hefur einu sinni verið svarað, fyrst við tölum um það að vera ekki í tengslum við raunveruleikann.