140. löggjafarþing — 54. fundur,  3. feb. 2012.

félagsleg aðstoð.

50. mál
[15:22]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ágætt að fá þessa nánari skýringu, af henni mætti jafnvel ráða að unnt væri að bregðast við málinu með einfaldri reglugerðarbreytingu ef ég skildi hv. þingmann rétt. Þá grípa menn náttúrlega til þess. Ef það hefur reynst ófær leið fram að þessu er sjálfsagt að knýja á dyrnar með því að flytja frumvarp á hinu háa Alþingi um ekki umfangsmeira mál.

Það er kannski rétt að spyrja flutningsmanninn hvort þetta sé hugsað þannig að styrkurinn í þessum tilfellum næði til hvers konar umframkostnaðar við bifreið til að mynda foreldra sem leiddi af hreyfihömluninni, t.d. muninum á því að vera bara á venjulegum litlum fjölskyldubíl og þurfa að kaupa stóran bíl eða einhvern sérútbúnað vegna hjólastóls eða aflmeiri bíl vegna þeirra þarfa sem hann þarf að uppfylla. Á þessi stuðningur að beinast að því eða á hann að vera bara almennt til bifreiðakaupa?