140. löggjafarþing — 55. fundur,  13. feb. 2012.

hvalveiðar og stjórn fiskveiða.

452. mál
[16:21]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Mig langar aðeins til að koma með annað sjónarhorn inn í umræðuna og inna hæstv. ráðherra eftir viðhorfum hans í því efni. Það varðar villidýralöggjöfina.

Eins og kunnugt er er hér sérstök löggjöf um veiðar og vernd á villtum dýrum. Þar er sérstaklega tekið fram að lögin nái ekki til hvala og sela, en auðvitað hefur umræða, ekki síst umhverfisverndarsamtaka og þeirra sem láta sig náttúruvernd miklu varða, gengið út á það að eðlilegt sé að hvalir og selir falli undir villidýralöggjöfina.

Ég vil inna hæstv. ráðherra eftir því hvort hann telur að við þá endurskoðun sem nú er væntanlega að fara í gang á vegum ráðuneytis hans verði það skoðað sérstaklega og hugsanlega haft samráð við stofnanir umhverfisráðuneytisins og umhverfisráðuneytið hvað þetta snertir.