140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[14:23]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áður, með því að leggja fram skýrslu þessa til umræðu er um nokkurt nýmæli að ræða þar sem skýrslan er lögð fyrir þingið til umræðu áður en iðnaðarráðherra gefur út endanlega orkustefnu fyrir landið. (EKG: Er það þín skoðun?) Skoðun mín er sú að þegar orkuverð og auðlindir þjóðarinnar, hvort sem það er raforka eða aðrar auðlindir þjóðarinnar, eigi ávallt að miða við að þjóðin njóti arðsins af því og að finna þurfi að leiðir til þess. (Gripið fram í.) Þess vegna finnst mér mjög skynsamlegt sem hér kemur fram, að þegar sett er niður endanleg orkustefna eigi að miða við að auðlindarentan renni ekki óskipt til orkukaupandans heldur til þjóðarinnar sem er eigandi auðlindarinnar.