140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[14:24]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að flytja okkur þessa skýrslu. Það er tvennt sem mig langar til að spyrja um. Fyrra atriðið varðar hugmynd um auðlindasjóð.

Þegar um óendurnýjanlegar auðlindir er að ræða, til dæmis olíu og annað slíkt, er skynsamlegt að taka auðlindaarðinn, setja hann í sjóð, ávaxta hann og láta vextina af auðlindinni renna til framtíðarkynslóða. Það er gert til að núverandi kynslóðir hirði ekki allan auðlindaarðinn á kostnað framtíðarkynslóða. Hér er lagður til auðlindasjóður með endurnýjanlegar náttúruauðlindir. Það er einhver nýbreytni í auðlindahagfræði. Hvaða álit hefur hæstv. ráðherra á þeirri ráðstöfun? Telur hún að það eigi við í þessu tilfelli??

Seinni spurninguna ber ég fram í síðara andsvari.