140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[14:31]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Það sem þarf kannski að hanga saman við þessa hugsun, ef það má hugsa sér aðrar leiðir eins og skattlagningu eða leiðir sem reyndar eru nefndar í skýrslunni, er auðvitað eigendastefna orkufyrirtækjanna, virkjanafyrirtækjanna. Ef hún er til að mynda eins og í dag þar sem Landsvirkjun er 100% í eigu ríkisins, langstærsta fyrirtækið og stærstu fyrirtækin voru að stærstu leyti í eigu sveitarfélaga, er það þá stefna núverandi yfirvalda að það verði áfram frjálst og hver sem er geti eignast þau fyrirtæki og þess vegna þurfi þessi rentusjóður að verða til eða geta menn farið aðra leið til að tryggja að þjóðin njóti arðsins, einfaldlega með harðari eigendastefnu og útgáfu virkjanaleyfa til fyrirtækja sem séu (Forseti hringir.) í það minnsta að stórum meiri hluta í eigu ríkis eða sveitarfélaga?