140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[14:32]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel reyndar að eigendastefnan sé mjög mikilvæg og hana sé mikilvægt að setja og fara yfir, meðal annars við hvað eigi að miða þegar verið er að verðleggja orkuna.

Með því að setja þetta svona upp erum við bæði með sveitarfélög sem eiga auðlindina og ríkið sem á auðlindina. Það skiptir máli. Hugsunin er sú að það skipti ekki máli hvort auðlindin sé eign sveitarfélaga eða ríkisins heldur sé auðlindarentan alltaf hugsuð heildrænt og gegnsætt þannig auðvelt sé að fá upplýsingar um hana og það gildi jafnræði sama hvar á landinu maður býr. Heildarhugsunin er sem sagt að það sé ekki bara miðað við landsvæðið þar sem orkan er heldur (Forseti hringir.) sé auðlind þjóðarinnar þarna undir.