140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[14:54]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Vegna þess að ég og hv. þingmaður erum talsmenn skynsamlegra sátta en ekki óskynsamlegra er rétt að spyrja hann eftir þessa ræðu þar sem fram kom að orkulindir okkar séu, miðað við núverandi tækni, hvað þá hina nýju tækni sem eftir á að koma, nánast óþrjótandi: Hversu hratt vill hv. þingmaður fara í virkjun orku ef hann væri nú í þeim sporum að vera í ríkisstjórn og ráða því? Hvað mundi hann vilja virkja mikið á ári eða áratug núna framvegis í gígavöttum talið eða þeim einingum sem hann kýs — tökum til dæmis Kárahnjúkavirkjun sem er ágætiseining? Hvernig mundi hann vilja ná árangri í þeim framförum sem hann ræðir um án öfga? Hvaða stefnu leggur hann til í virkjunum fyrir jarðvarma og vatnsafli næstu 30–40 árin?