140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[15:28]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Um þessa athugasemd hv. þingmanns er það að segja í svipuðum anda og ég nefndi áðan við hv. þm. Jón Gunnarsson að fleiri leiðir eru til þess að nýta og njóta en að breyta vatni í rafmagn.

Það er svo, af því að ég veit að hv. þingmaður er upptekinn af stóra samhenginu og jörðinni í heild, að það er rétt að því marki að við megum engan tíma missa, þ.e. jarðarbúar. Við erum í gríðarlega aðsteðjandi og aðkallandi vanda að því er varðar umgengni mannkynsins við auðlindirnar. Þar verðum við auðvitað að gæta að því að búa til orku þar sem það á við með ábyrgum hætti, vernda þar sem það á við með ábyrgum hætti til að njóta og til þess að byggja upp ferðaþjónustu. Svo er líka hægt að vernda náttúrunnar vegna, sjálfra sín vegna og ekki síst til að (Forseti hringir.) komandi kynslóðir geti notið hennar. Þetta er flókið viðfangsefni.