140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[15:36]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég bið hv. þingmann velvirðingar á því ef ég hef verið of hofmóðug í andsvari mínu. Hins vegar vill svo heppilega til að í drögum að skýrslunni sem hér er til umfjöllunar er kafli um sjálfbærni, um Brundtland-skilgreininguna, sem hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Að leitast sé við að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum.“

Þar með erum við að segja að svo lengi sem nýtingin er ekki ágeng, við erum ekki að draga úr möguleikum komandi kynslóða, þá sé hún sjálfbær. Ég vona að það svari spurningu hv. þingmanns.