140. löggjafarþing — 58. fundur,  16. feb. 2012.

yfirlýsing viðskiptaþings og fundur með forsvarsmönnum sveitarfélaga.

[10:38]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég botna bara ekkert í þessu meinta svari hæstv. ráðherra því að þar var ekki gerð tilraun til að svara þeim spurningum sem ég spurði hæstv. ráðherra um. Hefur hæstv. forsætisráðherra ekki áhyggjur af því að atvinnulífið treysti ekki ríkisstjórninni? Svo segir hæstv. ráðherra að atvinnulífið tali niður til ríkisstjórnarinnar. En hvernig hefur ríkisstjórnin og hæstv. ráðherra talað til atvinnulífsins, til dæmis um sjávarútveginn, svo eitthvað sé nefnt? Þetta er með ólíkindum. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort hún hafi ekki áhyggjur af því, hvort ekki þurfi að bæta þarna úr.

Ég ítreka seinni spurninguna og einfalda hana: Hyggst forsætisráðherra verða við beiðni Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og eiga með þeim fund, og þá hvenær?