140. löggjafarþing — 58. fundur,  16. feb. 2012.

eignarhald á bönkunum.

[11:00]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég held að ríkisstjórnin ætti að leggja sig fram um að standa vörð um íslensku krónuna. Það er algjörlega óvíst hvort við göngum inn í Evrópusambandið og tökum hér upp evru. Krónan hefur bjargað okkur, og það á að segja það skýrt, frá miklu atvinnuleysi og hefur heldur betur staðið undir þeirri þjónustu sem þó er hægt að veita. Hvar værum við stödd ef hér væri miklu meira atvinnuleysi og við þyrftum að setja stóraukna fjármuni í Atvinnuleysistryggingasjóð með tilheyrandi niðurskurði í velferðarmálunum?

Ég spyr um eignarhald á bönkunum vegna þess að ég tel skipta máli fyrir heimilin í landinu, fyrir almenning og þjóðina, að vita hverjir eiga bankana. Þá er ég náttúrlega ekki að tala um Landsbankann vegna þess að eignarhaldið á honum liggur ljóst fyrir, ég er að tala um hina tvo. Þetta er spurning sem ríkisstjórnin verður að svara.

Hverjir halda á (Forseti hringir.) fjöreggi íslensku þjóðarinnar? Eru það einhverjir erlendir vogunarsjóðir? Ríkisstjórnin (Forseti hringir.) hefur þessar upplýsingar og hún á að upplýsa okkur.