140. löggjafarþing — 58. fundur,  16. feb. 2012.

norræna hollustumerkið Skráargatið.

22. mál
[11:30]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mér finnst ástæða til að óska Alþingi til hamingju með afgreiðslu þessa máls og sérstaklega hvernig framgangur þess hefur verið. Það kemur fram þingmannamál sem nefndin gerir í rauninni að sínu og vinnur áfram í samráði við þingmanninn. Þetta hefur tekist vel, þetta er mikið og gott hagsmunamál fyrir neytendur í landinu þannig að ég sé enga ástæðu til annars en að við fögnum þessari afgreiðslu málsins og ég óska bæði þingmanninum og nefndinni til hamingju með lyktir þess.