140. löggjafarþing — 58. fundur,  16. feb. 2012.

þátttaka þingmanna í atkvæðagreiðslum.

[13:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í þessari umræðu hafa tveir hv. þingmenn lýst því yfir að þeir hafi gengið úr sal við atkvæðagreiðslu.

Ég vil benda á 2. mgr. 71. gr. þingskapa, sem segir svo, með leyfi forseta:

„Skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi.“ (BJJ: Rétt.)

Ég vil að hæstv. forseti taki eftir þessu og bendi mönnum á að það er lögbrot að gera þetta. Og ef menn telja sig vera að greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín mega þeir ekki greiða atkvæði með fjárveitingunni en þeir gætu setið hjá eða greitt atkvæði gegn henni. (Gripið fram í: Rétt.) (Gripið fram í: Góður.)