140. löggjafarþing — 59. fundur,  21. feb. 2012.

breytingartillaga og kostnaðarmat við 6. mál.

[15:01]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Ég var mjög hissa á ræðum framsóknarmanna áðan. Rétt til að rifja það upp fyrir þeim þá varð þetta mál til að þeirra frumkvæði. Þeir tóku sig til og mynduðu heila ríkisstjórn í kringum það (Gripið fram í.) að breyta stjórnarskránni, þeir bjuggu til minnihlutastjórn í beinni útsendingu og settu bara eitt skilyrði, að stjórnarskránni yrði breytt. (Gripið fram í.) Hitt er svo að allt hefur breyst síðan og síðan hefur Framsóknarflokkurinn lagst hundflatur fyrir Sjálfstæðisflokknum og lullar á eftir honum í (Gripið fram í.) öllum málum eins og þessu. (Gripið fram í.)

Það sem gildir er þetta: Þingforseti hefur úrskurðað að málið sé þingtækt. Fyrsti flutningsmaður málsins hafnar því algjörlega að hér sé um gjörbreytingu að ræða. Allir flutningsmenn hafa léð þessari breytingu stuðning sinn, og það hefur komið fram hjá þeirri konu sem flytur málið á eftir að hún mun svara þeirri einu spurningu sem þá liggur eftir um kostnaðinn. Framsóknarflokkurinn ætti því að geta gengið tiltölulega rólegur til hvílu í kvöld, (Forseti hringir.) öndvert öðrum kvöldum. [Hlátur í þingsal.]