140. löggjafarþing — 60. fundur,  22. feb. 2012.

meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga.

6. mál
[15:41]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin er að leika tafaleik. Það er verið að tefja málið, það er búið að vera í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðan 1. október. Að sjálfsögðu átti að fá álit Lagastofnunar Háskóla Íslands strax. Hún taldi að þetta mál þyrfti að minnsta kosti eitt ár til yfirlestrar vegna þess að það vantar alla lögfræði í þessar tillögur. Nú er ríkisstjórnin að fara fram með þessar tafir á málinu, setja það inn í niðurlagt stjórnlagaráð og ætlar svo að fara með eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu, eitthvað sem enginn veit, eitthvað sem enginn er búinn að koma sér saman um.

Frú forseti. Ég hafna þessum vinnubrögðum. Hér liggur ekki fyrir kostnaðarmat á þessu. Formaður nefndarinnar taldi í gær í ræðu að þetta mundi kosta 7–10 milljónir. Ég hafna því. Þetta á eftir að hlaupa á tugum milljóna ef það verður farið með þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna (Forseti hringir.) umfangs málsins. Þetta er hneyksli fyrir ríkisstjórnina og ég vísa allri ábyrgð til hennar.