140. löggjafarþing — 60. fundur,  22. feb. 2012.

meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga.

6. mál
[15:45]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um málsmeðferð við að breyta stjórnarskránni. Í því sambandi hef ég tvö sjónarmið. Í fyrsta lagi er löngu tímabært og nauðsynlegt að endurskoða stjórnarskrána, hún er barn síns tíma og þingið hefur ekki getað klárað það mál í mjög langan tíma. Í öðru lagi á almenningur að koma að því ferli eins og unnt er, það er í anda lýðræðis. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

Tillagan uppfyllir þessi tvö sjónarmið vel. Því styð ég hana og segi já.