140. löggjafarþing — 60. fundur,  22. feb. 2012.

vestnorrænt samstarf á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar.

201. mál
[17:13]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Sigmundur Ernir Rúnarsson) (Sf):

Frú forseti. Tillagan sem hér er til umfjöllunar kveður á um að láta gera athugun á möguleikum þess að auka vestnorrænt samstarf um framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem hefjist með ráðstefnu með þátttöku fagfólks á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar í vestnorrænu löndunum þremur, Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.

Hv. utanríkismálanefnd hefur fjallað um málið á fundum sínum og reyndist pólitískur ágreiningur um það efni vera í algjöru lágmarki. (Gripið fram í.) Leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Eins og áður er getið kveður hún á um að haldin verði hér ráðstefna fagfólks á þessu sviði til að ræða þá möguleika að löndin geti stillt saman strengi sína í þessu fagi og aukið vægi þess í löndunum þremur, Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.

Undir samþykktina rita hv. þingmenn Sigmundur Ernir Rúnarsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ragnheiður E. Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásmundur Einar Daðason og Auður Lilja Erlingsdóttir.

Rétt er að taka fram að fjarverandi voru hv. þingmenn Bjarni Benediktsson, Helgi Hjörvar og Mörður Árnason

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.