140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

húsnæðismál Náttúrugripasafns Íslands.

[10:42]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna því sérstaklega hvað hæstv. ráðherra er opinn fyrir þessum hugmyndum. Hæstv. ráðherra segir hér að það sé eðlilegt að taka líka til skoðunar möguleikann varðandi Lækningaminjasafnið á Seltjarnarnesi og hæstv. ráðherra segir að hann hafi ámálgað það óformlega við fulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að skoða Perluna fyrir Náttúruminjasafnið. Þarna eru tveir möguleikar sem ráðherrann nefnir að hún vilji skoða frekar og ég fagna því sérstaklega. Orð eru til alls fyrst og það er alveg ljóst að þó að mörg mál þyrfti að leysa varðandi Náttúruminjasafnið, stjórnsýsluna, samstarf við Náttúrufræðistofnun Íslands o.s.frv., eru húsnæðismálin alveg gríðarlega brýn. Ég tel að það eigi að leysa þau hið allra fyrsta svo við getum sýnt skólabörnum, almenningi og ferðamönnum þessa gripi af því að við erum mjög stolt af náttúrunni okkar.