140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

náttúruvernd.

63. mál
[11:17]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Með því máli sem við erum að afgreiða er verið að herða viðurlög við náttúruspjöllum vegna utanvegaaksturs sem er víða vaxandi vandamál í viðkvæmri náttúru landsins.

Ég er ein af flutningsmönnum þess frumvarps sem nú kemur til endanlegrar afgreiðslu í þinginu. Ég fagna þeirri niðurstöðu sem stefnir í hér og ég fagna því að hv. umhverfis- og samgöngunefnd skuli hafa tekið afdráttarlausa afstöðu til þessa máls, m.a. hækkað sektarviðmið og tekið þar með afdráttarlausa afstöðu með umhverfinu. Ég tel að hér sé verið að stíga mjög ánægjulegt skref og fagna því heils hugar.