140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

314. mál
[11:25]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér eru lagðar til breytingar til samræmis við ný lög um Stjórnarráð Íslands sem kveða á um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta með forsetaúrskurði í stað laga. Samhliða þessari breytingu voru fagheiti ráðherra og ráðuneyta felld úr lögum. Þessi lög tóku gildi 17. september sl. en þau breyttu því ekki að Alþingi sá sér fært að setja að ný lög eftir að þessi tóku gildi með fagheiti ráðherra í. Þetta er alveg hreint með ólíkindum og kem ég hingað upp til að vekja athygli á því hvað starf Alþingis er byggt á veikum grunni. (Gripið fram í.) Hér þurfum við að eyða dýrmætum tíma nefnda og þings til að stunda lagahreinsun. (Gripið fram í.) Það er alveg hreint með ólíkindum að allir þeir ráðgjafar sem ríkisstjórnin (Forseti hringir.) hefur sér til fulltingis geti ekki séð til þess að koma þessum málum á hreint (Forseti hringir.) þegar ný lög hafa tekið gildi. [Kliður í þingsal.]

Frú forseti. Ég sat hjá (Forseti hringir.) við afgreiðslu málsins í nefnd til að mótmæla (Forseti hringir.) vinnubrögðunum.