140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

skilgreining á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda.

196. mál
[11:32]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vek athygli á þeim málum sem verið er að taka til atkvæðagreiðslu, næstu fimm málum eða svo, sem varða vestnorrænt samstarf. Ég hef haft framsögu um þau og gerði hér í gær í fámenni. Hér er um að ræða mál sem snerta aukna samvinnu þeirra ríkja sem um ræðir, Grænlands, Færeyja og Íslands, og eru að mati þess sem hér stendur þjóðþrifamál fyrir hvert þessara ríkja, auka samband ríkjanna, samvinnu og gera þeim kleift að sækja fram á sínum séreinkennum í meira mæli. Ég hvet fólk til að greiða atkvæði með þeim tillögum sem hér um ræðir.