140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

vestnorrænt samstarf á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar.

201. mál
[11:36]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Líkt og þau tvö mál sem við vorum að afgreiða hér rétt áðan lýtur þetta að menningarsamstarfi vestnorrænu landanna. Hér er um það að ræða að mennta- og menningarmálaráðherra láti gera athugun á möguleikum þess að auka vestnorrænt samstarf um framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og það hefjist með ráðstefnu með þátttöku fagfólks á sviði kvikmyndagerðar og sjónvarpsþáttagerðar í vestnorrænu löndunum. Þetta er mjög ánægjulegt framtak og skemmtilegt mál. Ég tel að ráðstefna með þátttöku landanna þriggja á þessu sviði geti orðið markvert skref í átt til aukins menningarsamstarfs þessarar þriggja landa og geti þannig opnað ýmsa möguleika á efnahagslegum tækifærum fyrir listamenn í þessum þremur löndum. Það ber að fagna þessu framtaki sérstaklega og ég vil nota tækifærið og fagna þeirri afgreiðslu sem við vorum að inna hér af hendi varðandi tvö undanfarin mál. Ég vildi bara ekki taka til máls í hverri einustu atkvæðagreiðslu.