140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

frekari aðkoma stjórnlagaráðs að vinnu við stjórnarskrá.

[13:35]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Mig langar að beina þeim tilmælum til forseta að það bréf verði skoðað frekar sem barst forsætisnefnd 22. febrúar frá fyrrverandi formanni stjórnlagaráðs þar sem sú þingsályktunartillaga sem samþykkt var frá Alþingi er tekin fyrir. Formaður stjórnlagaráðs gerir verulegar athugasemdir við það ferli sem verið er að setja í gang og telur að þar muni ekki verða hægt að hafa eins vönduð vinnubrögð og þingsályktunin kallar eftir vegna þess stutta tíma gefinn er. Mig langar að biðja hæstv. forseta um að sjá til þess að umræða um þetta ferli almennt verði tekin upp að nýju, þá geta þingmenn hugsanlega velt því fyrir sér hvort þeir óska eftir því að þingsályktunin verði kölluð til baka.