140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

frekari aðkoma stjórnlagaráðs að vinnu við stjórnarskrá.

[13:52]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég tel að mér sé skylt að greina frá því, vegna þeirra orða sem hér hafa fallið um að það liggi ekkert fyrir um hvað fjalla eigi á þessum fundi, að það hefur oftar en einu sinni verið rætt á fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Síðast í morgun var lagður fram bréflega listi yfir þau mál og fulltrúum minni hlutans í þeirri nefnd boðið enn og aftur að bæta við þann lista ef það væri eitthvað sem þeir vildu að stjórnlagaráð skoðaði betur. Fulltrúarnir í minni hluta geta ekki talað um þetta plagg án þess að tala um pappírstætara í leiðinni eða þá þeir vilji gera athugasemd við hverja einustu grein en þeir hafa ekki lagt það fram skriflega.