140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi.

329. mál
[14:02]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (ber af sér sakir):

Virðulegi forseti. Ég mótmæli og segi það hátt og skýrt að ég hef ekki gert lítið úr formanni stjórnlagaráðs, Salvöru Nordal, eða hennar störfum — alls ekki. Ég neita því að slíkt sé sagt um mig í ræðustól Alþingis og vona að það verði skýrt skráð í þingskjöl að það hef ég ekki gert, enda ber ég mikla virðingu fyrir henni eins og reyndar flestu öðru fólki, ólíkt því sem virðist tíðkast um þingmenn almennt í þessum sal.