140. löggjafarþing — 62. fundur,  27. feb. 2012.

skuldamál heimilanna.

[15:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Þau voru nokkuð góð.

Ég spyr: Hafði formaður efnahags- og viðskiptanefndar samráð við hæstv. ráðherra — þeir eru jú í sama flokki — um þessi mál þegar hann kom með þessar hugmyndir? Eru þetta jafnframt hugmyndir ráðherrans?

Síðan er spurningin mikla: Veit hæstv. ráðherra um stöðu heimilanna? Hafa komið fram einhverjar upplýsingar um stöðu heimilanna sem var markmið tveggja þingmála sem lágu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd? Ef hæstv. ráðherra veit um stöðu heimilanna vildi ég gjarnan fá þær upplýsingar líka því að ég veit eiginlega ekkert um stöðu heimilanna.