140. löggjafarþing — 62. fundur,  27. feb. 2012.

breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu.

[15:26]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Svar hæstv. ráðherra gefur tilefni til að spyrja hvort þær hugmyndir sem nú eru á teikniborðinu hjá honum um breytt fiskveiðistjórnarkerfi séu fyrst og fremst lagfæringar á núverandi kerfi eða hvort hann hafi uppi áform um að gerbreyta því eins og ráða hefur mátt af ummælum ýmissa talsmanna ríkisstjórnarflokkanna á síðustu þremur árum. Ég hef alltaf skilið málflutning talsmanna ríkisstjórnarinnar þannig að það þyrfti að búa hér til alveg nýtt fiskveiðistjórnarkerfi, kollvarpa því sem nú er.

Ég heyrði ekki betur en að hæstv. ráðherra talaði um að sníða af agnúa, lagfæra. Það er dálítill munur á því.