140. löggjafarþing — 62. fundur,  27. feb. 2012.

virðisaukaskattur á barnaföt.

499. mál
[17:34]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við höfum eiginlega verið að ræða sama málið í þremur fyrirspurnum, sem eru áhrif Lafferkúrfunnar, sem svo er kölluð. Þegar skattar eru hækkaðir aukast skattsvik eða skattstofninn færist úr landi eða hverfur. Hér er verið að ræða barnaföt og hæstv. ráðherra olli mér vonbrigðum með því að átta sig ekki á því að hærri skattar þýða að skattstofninn fer til útlanda og skapar umsvif og tekjur í því landi. Það er eiginlega verið að flytja tekjur ríkissjóðs til útlanda með þessum háu sköttum.

Ég skora á hæstv. ráðherra að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að lækka skatta á barnaföt, fá verslunina inn í landið, fjölga störfum á Íslandi. Starfsmennirnir borga skatta, fyrirtækin borga skatta og ríkissjóður fær meiri tekjur nákvæmlega eins og með gjöldin á olíuna. Það getur vel verið að lækkun á gjöldum á olíuna gefi ríkissjóði hærri tekjur. (Gripið fram í: Hárrétt.)