140. löggjafarþing — 62. fundur,  27. feb. 2012.

þróun raforkuverðs.

337. mál
[18:13]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Aðeins til upprifjunar þá var það undir stjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna árið 2003 að markaðsvæðing raforkunnar fór fram, þannig að því sé til haga haldið í þessari umræðu. (SIJ: Illu heilli.) Allir flokkar eru sammála um að Ísland eigi að reyna að laða að erlenda eftirspurn eftir orku. Með því mun verðið hækka og það er hagur okkar. Ég ítreka að hækkandi orkuverð felur enga hættu í sér fyrir almenning nema ef orkufyrirtækin verða einkavædd, þá þurfa þau auðvitað að hafa áhyggjur. En á meðan þau eru í opinberri eigu er engin hætta fyrir almenning. Auk þess greiðir almenningur þá hækkunina til sjálfs sín í ríkissjóð sem heldur utan um fjármunina fyrir hönd þjóðarinnar og getur deilt þeim út til hennar eftir þörfum eða til velferðarmála. Þannig er staðan. Það er engin hætta á ferðum fyrir almenning nema ef orkufyrirtækin verða einkavædd.