140. löggjafarþing — 63. fundur,  28. feb. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

493. mál
[15:50]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég hef margoft óskað eftir því að formenn nefnda sem fá viðkomandi mál til umfjöllunar séu við umræður. Formenn efnahags- og viðskiptanefndar eru hv. þingmenn Helgi Hjörvar formaður, Þráinn Bertelsson 1. varaformaður og Lilja Rafney Magnúsdóttir 2. varaformaður. Ekkert þeirra er við umræðuna. Hvernig berst sú umræða sem hér fer fram inn í nefndina? Til hvers er hún yfirleitt?