140. löggjafarþing — 63. fundur,  28. feb. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

493. mál
[16:04]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að lengja umræðuna en ég minni á að við erum búin að taka upp ný þingsköp sem gera ráð fyrir talsmannakerfi og því geta ákveðnir þingmenn gerst talsmenn mála ef þeir vilja og unnið að þeim þótt forusta nefndarinnar vinni ef til vill að einhverju öðru. Ég veit að við erum alla vega fjögur í þessari nefnd sem höfum fullan áhuga á að það fái framgang í nefndinni.