140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[15:50]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þegar forseti gefur yfirlýsingar eins og hann gerði hér áðan um að málinu ljúki á tilteknum fundi getur það þýtt að fundi verði fram haldið eitthvað fram yfir þann tíma sem venjulegur er miðað við þingsköp. Þingmenn eiga rétt á því eins og hv. þm. Björn Valur Gíslason minntist á áðan að krefjast atkvæðagreiðslu um það en sé það ekki gert stendur ákvörðun forseta. Ég verð að játa að ég skil ekki þá taugaveiklun eða þann æsing sem mér finnst gæta hjá ákveðnum þingmönnum í sambandi við þetta mál á þessari stundu þar sem þeir hafa einhvern veginn allt á hornum sér í sambandi við framgang þessa máls.