140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[16:37]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja þingmanninn að því hvort hann telji að í almennum sakamálum sé frumkvæðisréttur ákæruvaldsins? Það er einföld spurning. Ef svarið er já, hvers vegna á sá frumkvæðisréttur ekki við Alþingi? Ef svarið er nei, hverra er frumkvæðisréttur í málum sem slíkum að fella niður ákæru?

Hv. þm. Magnús Norðdahl ræddi líka um að Alþingi hefði aldrei dregið neitt til baka, tillögur eða slíkt sem þeir hafa samþykkt. Það er rangt. Frumvarp um fjölmiðlalögin svokölluðu voru dregin til baka af hálfu þingsins. (Gripið fram í: Lög.) (MÁ: Nei, þau voru samþykkt öðruvísi.) Þau voru lög (MÁ: … samþykkt önnur lög.) og þau voru síðan dregin til baka (Gripið fram í.) vegna þess að … (Gripið fram í: Og felld úr gildi.) Og felld úr gildi og síðan hafa sjálfsagt komið önnur lög. En Alþingi hefur fellt úr (Forseti hringir.) gildi lög og dregið til baka á þann hátt. Mig langar fyrst og síðast til að spyrja hv. þm. Magnús Norðdahl um frumkvæðisrétt ákæruvalds.