140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[16:41]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Magnús M. Norðdahl) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég get tekið undir að það þarf að hafa þessa hluti á hreinu. Þess vegna er ég fylgismaður þess að við fáum nýja stjórnarskrá sem breytir þessu réttarástandi og færi það til nútímalegri vegar.

Eitt þarf að hafa í huga. Maður ber saman lík tilvik og segir: Mál sem eru lík eiga að hljóta líka meðferð. Ólík mál eiga að hljóta ólíka meðferð. Landsdómsmálið og landsdómsréttarfarið er allt mjög sérstakt. Það er ekki alveg hægt að lögjafna þar á milli. Það er ýmislegt sem brestur á milli, til dæmis eru málin ekki áfrýjanleg, eins og við þekkjum, þannig að það er ýmiss konar munur þarna á. Ég held að nýja stjórnarskráin muni laga ýmislegt í þessu efni. Engu að síður þarf að huga að þessu.

Ég vek athygli á því að ef Alþingi tekur ákvörðun núna um að falla frá ákæru getur einn af þessum 63 þingmönnum sem hér sitja flutt nýja þingsályktunartillögu um að ákært verði. (Gripið fram í.) Hvað þýðir það ef aftur verður ákært og meiri hlutinn (Forseti hringir.) er þá annar en hann er núna?