140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[20:46]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Alþingi fer með saksóknarvaldið í þessu máli. (Gripið fram í: Ákæruvaldið.) Ákæruvaldið — þetta hefst upp úr því að læra ekki lögfræði. Alþingi fer augljóslega með ákæruvaldið í þessu máli, það er niðurstaða meiri hluta nefndarinnar. Ef svo er fer Alþingi líka með þá ábyrgð sem því valdi fylgir. Það er ekki verkefni þess saksóknara sem Alþingi kaus að kveða upp úr um hvort einhverjar slíkar breytingar hafi orðið á málinu að nauðsynlegt sé fyrir þann aðila sem er Alþingi og ber ábyrgð á þessu ákæruvaldi að breyta sinni afstöðu. Það er einungis Alþingis sjálfs. Það verður ekki gert, frú forseti, nema hér fari fram atkvæðagreiðsla og það verði látið reyna á það hjá hverjum einstökum þingmanni hvort það sé mat viðkomandi hv. þingmanna að ástæða sé til að draga þessa ákæru til baka. (Forseti hringir.) Það mat byggir á því hvort aðstæður hafi breyst. Fjölmargir þingmenn hafa lýst því yfir að mat þeirra hafi breyst nú þegar og það er ástæða til að kalla eftir því í atkvæðagreiðslu.