140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[20:52]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Magnús M. Norðdahl) (Sf) (andsvar):

Forseti. Það var ekki ætlan mín að gera lítið úr einum eða neinum varðandi skoðanaskipti þeirra, aðeins að vekja athygli á því að ekki er hægt að gefa sér það fyrir fram að skoðanaskipti þurfi endilega að vera málefnaleg. Þau geta einmitt verið ómálefnaleg þó að menn búi þau í annan búning eins og hv. þingmenn sökuðu hver annan um er málið var til meðferðar í fyrsta sinni.

Aðeins aftur um þessi neyðarlög. Ef ég hef framið brot, t.d. slasað mann með ólögmætum hætti, verður ekkert hætt við að refsa mér þó að hann nái sér að fullu. Það breytir engu. Brotið er þegar framið og það á að fara með það eins og önnur brot þó að það megi kannski taka tillit til þess arna við ákvörðun refsingar.