140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:23]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það á að standa sem Alþingi samþykkir. Alþingi samþykkti 20. janúar sl. að taka þessa tillögu til efnislegrar meðferðar. Sú efnislega meðferð fór fram fyrir hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ég tel að sú umfjöllun hafi verið mjög góð. Það hafa ekki verið bornar neinar brigður á það hér af neinum nefndarmönnum eða öðrum sem hér hafa talað í dag.

Niðurstaðan er ekki einróma, það er alveg rétt og þess vegna erum við að rökræða málið hér. Síðan tökum við afstöðu til málsins á morgun. Við erum ekki sammála um það, við hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hvernig sú afgreiðsla eigi að fara fram. Það er rökrétt niðurstaða af efnislegri umfjöllun nefndarinnar í mínum huga að það beri að vísa henni frá vegna þess að það eru ekki efnislegar forsendur til að afgreiða hana með öðrum hætti.