140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[22:17]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Í umræðunni þegar málið var lagt fram, þ.e. hin upphaflega tillaga frá þingmannanefndinni um ákæru, var fjallað sérstaklega um þetta mál, hvort menn nytu mannréttinda að lögum við þessa meðferð og um fyrirkomulagið með landsdóm með Alþingi sem ákæruvald o.s.frv. Það fór fram ítarleg umræða um það og þar voru sannarlega skiptar skoðanir. Það varð niðurstaða meiri hluta þingmannanefndarinnar, eins fram kom í skýrslu hennar og í málflutningi þeirra fulltrúa sem stóðu fyrir meiri hlutann í því efni, að enginn vafi léki á því að sakborningar nytu mannréttinda. Það er mál sem landsdómur hefur fjallað um og komist að þeirri niðurstöðu að sú aðferðafræði sem hér er viðhöfð sé ekki brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar. Ég tel að (Forseti hringir.) sú niðurstaða landsdóms tali fyrir sig sjálf.