140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[22:22]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég er ekki löglærður þannig að ég veit ekki hvort ég er bær til að svara þeirri spurningu hvort slík heimild eigi bara við um þetta þing eða hugsanlega einnig hið næsta innan tímamarka. Ég bendi bara á þann skilning sem lögfræðingarnir og prófessorarnir Bjarni Benediktsson og Ólafur Jóhannesson komust hvað varðar heimild Alþingis til að blanda sér í málið eftir að það hefur gefið út ákæru, þeir komast að þeirri niðurstöðu að hvorki sitjandi þing né annað geti farið inn í mál af þessum toga. Ætli það ætti ekki við í þessu tilfelli, en um það er ég ekki dómbær og hef ekki skoðað það sérstaklega.