140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[22:47]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég get tekið undir með hæstv. utanríkisráðherra að hv. þm. Björn Valur Gíslason er kannski öðrum mönnum í salnum betur til þess fallinn að rannsaka hjörtun og nýrun hjá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í salnum. Það er eftirtektarvert að hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast horfnir af vettvangi við þessa umræðu og mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann geti lesið eitthvað í það og þá hvað. (Gripið fram í.)

Ég velti líka fyrir mér áliti hv. þingmanns á því hvort þessi málarekstur Sjálfstæðisflokksins muni hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. Ég heyrði ekki betur en að í andsvari hér á undan hafi verið talað um hótanir, og ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann hafi hótað einhverjum eða orðið fyrir hótunum eða viti eitthvað um hótanir á annan veginn eða báða.