140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

byggðamál og aðildarumsókn að ESB.

[10:57]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég botna ekki alveg í þessum ótta hjá sjálfstæðismönnum um að verið sé að senda allt til umsagnar til Brussel og að við getum ekkert gert í stjórnsýslunni án þess að það fari til yfirferðar eða skoðunar þar. Það er auðvitað alveg fráleitt. Það er alveg ljóst að þjóðþingin fá miklu meira vægi með Lissabon-sáttmálanum en áður. Það er ekki verið að ákveða skipulag í þessu máli með einum eða neinum hætti í Brussel. Það er fyrst og fremst verið að skoða það í Stjórnarráðinu, það hefur verið í skoðun í atvinnuvegaráðuneytinu alveg frá því að þessi stjórn var mynduð þannig að mikill tími hefur farið í að skoða málið og hlusta á hagsmunaaðila í þessu efni og út frá því vinnum við. Það er fyrst og fremst sú skoðun sem er í gangi og ég vona að við getum fljótt lagt málið inn í þingið með þeim hætti sem lagt er (Forseti hringir.) til með þeim lögum sem við höfum samþykkt um þetta efni. Það kemur hingað vonandi sem fyrst í formi þingsályktunartillögu.