140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:06]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þingið hefur ekki efnislegar ástæður til að koma aftur að þessu máli. Þingið á ekki að hafa afskipti af málum sem rekin eru fyrir dómstólum. Þess vegna á þingið að vísa málinu frá.