140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:17]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallað um þingsályktunartillögu hv. þm. Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde. Engar nýjar efnislegar málsástæður liggja fyrir eða hafa komið fram fyrir nefndina sem réttlæta það að afturkalla eigi þetta erfiða mál sem fengið hefur yfirgripsmikla meðferð í þingmannanefnd Alþingis. Niðurstaðan varð sú að meiri líkur en minni væru til sakfellingar í málinu. Við eigum að sýna Alþingi og þjóðinni þann sóma að ljúka þessu erfiða máli fyrir landsdómi, þar sem það á heima, en ekki hér í sölum Alþingis.