140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:25]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Ég hef áður í umræðum um þetta mál lýst þeirri skoðun minni að Alþingi ætti ekki að hafa afskipti af dómsmáli eftir að það hefur kosið saksóknara. Sú skoðun byggist á ígrunduðu áliti fræðimanna sem áttu þátt í samningu gildandi laga í þessu efni á sínum tíma og voru þekktir fræðimenn og einnig helstu stjórnskipunarfræðingar Íslands, áliti sem hefur staðist skoðun um áratugaskeið. Nýleg sjónarmið um hið gagnstæða byggja ekki á neinum fræðilegum athugunum eða rannsóknum heldur eru sett fram í hita leiksins.

Tillaga formanns Sjálfstæðisflokksins sem hér liggur fyrir er ekki studd neinum efnislegum rökum en lýsir að mínu viti þeim ásetningi stuðningsmanna hennar að gera lítið úr niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndar Alþingis og segja við þjóðina: Allt í plati.

Ég segi já.