140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:27]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég minni á að við höfum áður tekist á um það hvort vísa eigi málinu frá. Það var gert 20. janúar. Síðan var í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd farið yfir þau sjónarmið sem fram komu við umræðuna 20. janúar með fræðimönnum, sérfræðingum og reyndum saksóknurum og yfirgnæfandi meiri hluti þeirra var sammála því að niðurstaða þingsins 20. janúar, að vísa málinu ekki frá, væri rétt, að þingið hefði gert rétt með því að vísa ekki frá af því að þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar frávísuninni þá væru lögfræðilega rangar. Þess vegna er nefndarálit og tillaga meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fullkomin lögfræðileg eyðimerkurganga. Þau hafa lent algjörlega úti á túni í lögfræðilegum rökstuðningi og það stenst enga skoðun.

Þess vegna segi ég nei.