140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:31]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég vek athygli á því að við erum að greiða atkvæði um það hvort við fáum að greiða atkvæði um þetta mál. Ég hvet fólk til að fylgjast með þeim hv. þingmönnum sem vilja ekki að þetta mál verði leitt til lykta eins og önnur mál. Af hverju segi ég það? Vegna þess að sumir hv. þingmenn eru oft ansi háværir um að það beri að taka efnislega afstöðu til mála og það þurfi að leiða hin ýmsu mál til lykta. En þessir hv. þingmenn geta ekki gert það eftir að þeir hafa greitt atkvæði með þessari tillögu.

Ég mundi ætla það, hvaða skoðun sem menn hafa á málinu, að menn ættu að vera sammála um að við ættum að taka málið til efnislegrar niðurstöðu. Þess vegna ættum við að vera algerlega sameinuð í því að hafna þessari tillögu sem er í annað skipti komin fram.

Að sjálfsögðu segi ég nei.